LeFever Sauce Co.

LeFever Sauce Company var stofnað árið 2018 af hjónunum William Óðni Lefever og Gretu Mjöll Samúelsdóttur. Þau eru búsett á Djúpavogi ásamt þremur ungum börnum sínum. Óðinn hefur fiktað við hot sauce gerð í eldhúsinu heima síðan árið 2012 þegar þau fluttu heim frá Boston. Þar kynntust þau hot sauce sósum sem Óðinn féll kylliflatur fyrir og hugsaði með sér að fyrst hann gæti sennilega ekki keypt þetta heima á Íslandi þá yrði hann að kunna að búa þetta til.

Sex árum og ótal tilraunauppskriftum síðar varð Bera til, fyrsta íslenska hot sauce sósan. Síðan hefur bæst við hot sauce flóru landsmanna og eru Lefever sósurnar orðnar fimm og annað chili kjamms búið að bætast við vöruúrvalið.

Lefever hjónin trúa því að matur sé miklu meira en bara næring. Hann segir heilmikið um það hver við erum, hvernig lífi við lifum og hver við viljum vera. Þau brenna fyrir að opna augu fólks fyrir nýjum bragðheimum með samsetningu framandi og staðbundinna afurða. Fyrirtækið einsetur sér að framleiða og þróa bragðgóða, heilnæma og bragðsterka matvöru sem kryddar tilveru landsmanna og hjálpar matgæðingum að gera matinn sinn enn áhugaverðari.

Lefever vörurnar eru íslenskt matarhandverk sem framleitt er á Djúpavogi úr hágæða ferskum hráefnum.

Borðum bara gott!