Lefever sinnep

Sinnepið frá Lefever grínast ekki. Það rífur vel í bæði sinnepstaugarnar og chili-tungu. Sinnepið er afurð sósunnar Dreka frá Lefever, en við gerð Dreka verður mikill kryddlögur aflögu sem var synd að farga og fær hann nú fullkominn farveg með sinnepsfræjum. Úr varð bragðsterkt og glimrandi gott sinnep sem lætur finna fyrir sér, fullkomið á samlokuna í sósuna og marineringar… og auðvitað allt hitt!

Krukkan er 210gr.

1390kr.