Fæst hjá

Krónan
Frú Lauga
Herrafataverslun
Brewdog
Melabúðin
Chido
Kjötsmiðjan

Skvettist á allt! Á pizzu, kjúkling, hamborgara, fisk, steikina og eggin á morgnana.

Bera er fyrsta íslenska „hot sauce” sósan. Nefnd eftir austfirskri skessu og framleidd í samnefndum firði. Hún er sterk, stór og ber að nálgast af varfærni. En ef rétt er að farið opnast gáttirnar fyrir sætu og seiðandi suðrænu bragði sem sleppir seint taki.

Innihald: Mangó, bananar, epla edik, edik, laukur, Habanero pipar, hvítlaukur, fennilduft.


Bera


Dreki_1

Lefever Sauce Company

Á Íslandi er chili-uppsveifla. Það er ekki langt síðan að smekkur landsmanna fyrir þessu hnossgæti var takmarkaður svo vægt sé til orða tekið. Inn á milli hefur þó sennilega ávallt leynst fólk sem nýtur brunans. Ef til vill hélt það að það væri eitt í heiminum. Í dag eru breyttir tímar. Áhugi landsmanna fyrir því sterka er að springa út og við fáum hreinlega ekki nóg!

Fólk er að rækta þetta heima hjá sér og deila með sér. Fólk er að malla allskyns gotterí í eldhúsinu og gefa með sér. Fólk er að finna hvort annað á internetinu og deila upskriftum og ráðleggingum. Allt þetta fyrir ástina á chili. 

Lefever sauce company er óður til þess. Fyrirtækið var stofnað árið 2019 af hjónunum William Óðni Lefever og Gretu Mjöll Samúelsdóttur. Þau eru búsett á Djúpavogi ásamt þremur ungum börnum sínum. Óðinn hefur fiktað við hot sauce gerð í eldhúsinu heima síðan árið 2012 þegar þau flutti heim frá Boston. Þar kynntust þau hot sauce sósum. Óðinn féll kylliflatur fyrir þessu og hugsaði með sér að fyrst hann gæti sennilega ekki keypt þetta heima á Íslandi þá yrði hann að kunna að búa þetta til.

Sex árum og ótal tilraunauppskriftum síðar varð Bera til. Fyrsta hot sauce sósa Íslands. Síðan hefur bæst við hot sauce flóru landsmanna og eru sósurnar orðnar tvær, Bera og Dreki. Íslenskt matarhandverk sem framleitt er á Djúpavogi úr hágæða ferskum hráefnum!

Ef þið fílið chili þá er Lefever sauce company með lausnina. Ef þið elskið brunann þá vitið hvað þið þurfið að gera. Ef þið borðið bara gott þá þurfið þið ekki að leita lengur. Prófið Beru og Dreka!

Borðum bara gott!


LSC_1


lsc