Lýsing
Falleg gjafaaskja sem inniheldur tvær krukkur Lefever. Pikklað chili & Lefever sinnep.
Tilvalin gjöf fyrir alla matgæðinga sem vilja gera matinn sinn enn betri.
Pikklað chili frá Lefever er fullkomin viðbót við hverja máltíð. Samspil chili við edik og hvítlauk tekur hitann niður og er því öllum fært að borða chili eintómt í fyrsta sinn. Það er þó langbest með góðum mat, smellpassar á hamborgarann, samlokuna og eggin fyrir utan hvað það er fallegt!
Krukkan er stútfull af chili, heildarþyngd 200gr, 150 gr. af chili þegar sigtað frá!
Sinnepið frá Lefever grínast ekki. Það rífur vel í bæði sinnepstaugarnar og chili-tungu. Sinnepið er afurð sósunnar Dreka frá Lefever, en við gerð Dreka verður mikill kryddlögur aflögu sem var synd að farga og fær hann nú fullkominn farveg með sinnepsfræjum. Úr varð bragðsterkt og glimrandi gott sinnep sem lætur finna fyrir sér, fullkomið á samlokuna í sósuna og marineringar… og auðvitað allt hitt!
Krukkan er 210gr.